United að missa af Ísak

Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son, nýj­asti A-landsliðsmaður karla í fót­bolta, er eft­ir­sótt­ur af stærstu fé­lög­um Evr­ópu en hann hef­ur slegið í gegn með Norr­köp­ing í Svíþjóð þrátt fyr­ir að vera aðeins 17 ára gam­all.

Enska blaðið Mirr­or fjall­ar um Ísak í dag og seg­ir frá áhuga Manchester United en að sögn miðils­ins er enska fé­lagið að missa af Ísak þar sem Ju­vent­us þykir lík­leg­ast að krækja í Skaga­mann­inn.

„United er í hættu á að missa af Ísak Berg­mann Jó­hann­es­syni þar sem Ju­vent­us sýn­ir hon­um mik­inn áhuga,“ seg­ir í frétt­inni. Ju­vent­us gæti keypt Ísak í janú­ar, en hann gæti verið falur á tæp­ar sex millj­ón­ir evra en það verð gæti tvö­fald­ast með hinum ýmsu bón­us­greiðslum.

Mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *