Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner er búin að fá sér húðflúr sem er tileinkað dóttur hennar Willu. Turner birti mynd af sér þar sem sjá má glitta í stafinn W, sem er upphafsstafur Willu litlu.
Turner og eiginmaður hennar Joe Jonas eignuðust sitt fyrsta barn 22. júlí síðastliðinn. Turner fékk sér einnig húðflúr tileinkað eiginmanninum en á myndinni sem hún birti mátti einnig sjá stafinn J.
Turner og Jonas gengu í það heilaga í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2019 og svo aftur í stórri formlegri veislu í Frakklandi um sumarið.
Mbl.is