Með húðflúr til­einkað dótt­ur­inni

Game of Thrones-stjarn­an Sophie Turner er búin að fá sér húðflúr sem er til­einkað dótt­ur henn­ar Willu. Turner birti mynd af sér þar sem sjá má glitta í staf­inn W, sem er upp­hafs­staf­ur Willu litlu.

Turner og eig­inmaður henn­ar Joe Jon­as eignuðust sitt fyrsta barn 22. júlí síðastliðinn. Turner fékk sér einnig húðflúr til­einkað eig­in­mann­in­um en á mynd­inni sem hún birti mátti einnig sjá staf­inn J.

Turner og Jon­as gengu í það heil­aga í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um í maí 2019 og svo aft­ur í stórri form­legri veislu í Frakklandi um sum­arið.

Mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *