Banda­ríkja­menn hamstra sal­ern­ispapp­ír

Sala á sal­ern­ispapp­ír hef­ur rokið upp í ákveðnum ríkj­um Banda­ríkj­anna í kjöl­far til­kynn­inga um hert­ar að aðgerðir. Í Kali­forn­íu og New York er hill­ur, sem venju sam­kvæmt eru full­ar af kló­sett­papp­ír, nú orðnar gal­tóm­ar.

Í til­kynn­ingu sem Walmart sendi frá sér í gær kom fram að „fram­boðið væri minna á ákveðnum stöðum“. Var versl­un­ar­keðjan þar að vísa til sal­ern­ispapp­írs en auk papp­írs­ins hafa aðrar hrein­lætis­vör­ur sömu­leiðis selst mjög vel.

Á föstu­dags­kvöld til­kynntu 22 ríki um hert­ar aðgerðir til að reyna að sporna við út­breðslu veirunn­ar. Hef­ur það jafn­framt orðið til þess að íbú­ar ríkj­anna reyna nú eft­ir fremsta megni að birgja sig upp af nauðsynj­um.

Í sex ríkj­um víða um Banda­rík­in eru sótt­varn­ar­klút­ar nú upp­seld­ir í stór­um versl­un­ar­keðjum á borð við Walmart og Costco. Þannig er tóm­legt að um að lit­ast víða, en gera má ráð fyr­ir að fyllt verði á hill­urn­ar fljót­lega.

Mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *