Sala á salernispappír hefur rokið upp í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna í kjölfar tilkynninga um hertar að aðgerðir. Í Kaliforníu og New York er hillur, sem venju samkvæmt eru fullar af klósettpappír, nú orðnar galtómar.
Í tilkynningu sem Walmart sendi frá sér í gær kom fram að „framboðið væri minna á ákveðnum stöðum“. Var verslunarkeðjan þar að vísa til salernispappírs en auk pappírsins hafa aðrar hreinlætisvörur sömuleiðis selst mjög vel.
Á föstudagskvöld tilkynntu 22 ríki um hertar aðgerðir til að reyna að sporna við útbreðslu veirunnar. Hefur það jafnframt orðið til þess að íbúar ríkjanna reyna nú eftir fremsta megni að birgja sig upp af nauðsynjum.
Í sex ríkjum víða um Bandaríkin eru sóttvarnarklútar nú uppseldir í stórum verslunarkeðjum á borð við Walmart og Costco. Þannig er tómlegt að um að litast víða, en gera má ráð fyrir að fyllt verði á hillurnar fljótlega.
Mbl.is