Hafa safnað á sjöttu millj­ón króna

Nær sex millj­ón­ir króna hafa safn­ast í góðgerðar­verk­efni á veg­um versl­un­ar­keðjunn­ar Nettó. Verk­efnið ber heitið „Not­um netið til góðra verka“ en í því felst að 200 krón­ur af hverri pönt­un í net­versl­un Nettó renna til góðgerðar­mála.

Verk­efnið fór af stað fyr­ir um þrem­ur vik­um og mun standa yfir út nóv­em­ber­mánuð. Þá hafa þúsund viðskipta­vin­ir komið með til­lög­ur að góðgerðar­verk­efn­um í gegn­um heimasíðu versl­un­ar­inn­ar.

„Það er einkar ánægju­legt að sjá hversu marg­ir hafa tekið þátt í þessu verk­efni og það er greini­legt að fólk hugs­ar hlý­lega til annarra á tím­um sem þess­um. Mennta­mál og mannúðar­mál hafa verið vin­sælli en aðrir mála­flokk­ar til að byrja með en hver veit nema það breyt­ist enda lýk­ur könn­un­inni ekki fyrr en í lok mánaðar­ins,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa.

Mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *